
Jónsmessuhátíð
á Dönskum dögum
í Stykkishólmi 23. – 26. júní 2021
Onsdag 23. juni
17:00 – Ef ég væri tígrisdýr. Barnaleikrit í Norska húsinu.
21:00 – Svavar Knútur kemur fram í Vatnasafni.
Torsdag 24. juni
18:00 – Jónsmessuganga í Drápuhlíð
Jónsmessa er einn af fjórum mögnuðustu dögum á árinu. Dýr tala, álfar koma út úr hólum í mannheima, hafmeyjur og marbendlar taka á sig mannsmynd og kraftar steina magnast upp. Gengið verður um Drápuhlíð og Vatnsdal og jafnvel upp á Drápuhlíðarfjall ef veður leyfir og spáð í þjóðsögur, steinarnir skoðaðir í Gullfjallinu og hlustað eftir samtölum dýranna. Ferð fyrir alla fjölskylduna. Upphaf ferðar við gömlu skógræktina kl. 18. Gott að taka með sér nesti og fatnað eftir veðri. Ganga upp á Drápuhlíðarfjall tekur um þrjár klukkustundir en launar sig með stórkostlegu útsýni yfir sveitir og sjó. Umsjón með ferðinni hefur Anna Melsteð.
18:00 og 20:30 – Gufa og sjóbað á fullu tungli í Móvík*
Undir áhrifum fulls tungls í steingeit bjóða þær Hera frá Flóð & Fjöru og Hafdís frá
Rjúkanda fargufu upp á einstakan viðburð við sjóbaðstað Stykkishólms, nánari upplýsingar má nálgast inn á danskirdagar.stykkisholmur.is, bókanir á danskirdagar@stykkisholmur.is.
20:30 – Kvöldróður með Kontiki kayakferðum, bókanir á kontiki.is.*
Fredag 25. juni
18:00 – Leikhópurinn Lotta í Hólmgarði.
20:00 – Hressir Hólmarar bjóða í garðpartý.
- Sundabakki 2a, hjá Þóru og Degi.
- Garðaflöt 10, hjá Agnesi og Kára.
- Skúlagata, við leikvöllinn hjá Hrafnhildi og Villa.
20:30 – Kvöldróður með Kontiki kayakferðum, bókanir á kontiki.is.*
22:00 – Pöbbarölt – En øl og en til.
- Fosshótel
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skipper
Lørdag 26. juni
09:00 – Fánar dregnir að hún í Hólmgarði.
10:00-11:00 – Opinn tími í Reitnum.
11:00-12:30 – Fjöruferð og útieldun fyrir káta krakka í umsjón Ásdísar Árna., mæting í Móvík.
13:00-14:00 – Dorgveiðikeppni. Krakkar á öllum aldri eru velkomnir niður á bryggju við Ískofann með sína eigin veiðistöng. Keppt verður um stærsta, minnsta og þyngsta fiskinn. Börn eru á ábyrgð forráðamanna.
13:00-15:00 – Koldskål smakk í Norska húsinu.
13:00-15:00 – Mini golf Amtsmannsins á Amtsbókasafninu.
13:00-15:00 – Líf í lundi í Skógræktinni. Heitt kakó í boði.
13:00-15:00 – Tunnulest verður á ferðinni, mæting hjá vigtarskúr.
14:00-15:00 – Náttúrujóga í Súgandisey í umsjón Jógabílsins.
14:00-16:00 – Náttúrusmiðja fyrir börn í Norska húsinu í umsjón Söru Gillies.
15:00-17.00 – Narfeyrastofa, tilboð á bjór og léttvíni í tjaldinu.
15:00-17:00 – Söngvarinn Teitur Magnússon verður á ferðinni.
- Dvaló
- Skipper
- Sjávarborg
- Narfeyrarstofa
16:00 – Bjórmíla 20 ára aldurstakmark. Mæting við Skúrinn kl. 15:30.
21:00-22:00 – Sankt Hans aften. Nornabrenna og fællessang með Regínu Ósk í Viðvík.
22:00 – Fjör á Skipper eins lengi og Víðir leyfir.
*Gjald er tekið á stjörnumerkta viðburði, aðrir viðburðir eru ókeypis.




