12. - 14. ágúst 2016

DANSKIR DAGAR

Danskir dagar hafa verið haldnir í Stykkishólmi frá árinu 1994 og er hátíðin ein af elstu bæjarhátíðum landsins.

Fólk flykkist í Hólminn til að hitta ættingja, vini, kunningja, nú eða kynnast nýju fólki og njóta lífs og tilveru. Dagskráin býður alltaf uppá fjölbreytta skemmtun fyrir alla aldurshópa – Pallaball, hverfagrill, barnaskemmtun, stubbahlaup, markaðstjald, trúbadora, flugeldasýningu og fleira!

Dagskrá Mandag 8. august Marín Rós Eyjólfsdóttir verður með dansnámskeið alla vikuna frá kl. 11-13, í sal Átaks. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára. Skráning á námskeiðið fer fram á marinros22@gmail.com, námskeiðsgjald er 5500 kr. Onsdag 10. august Forsala á ball með Páli Óskari hefst í íþróttamiðstöðinni. Forsölunni lýkur laugardaginn 13. ágúst klukkan 18:00. Miðaverð í forsölu er 2500 kr., en 3000 kr. við inngang. Torsdag 11. august Vi er røde, vi er hvide. Bæjarbúar fegra bæinn með rauðu og hvítu. Danskt dekoration kan du købe i Bókaverzlun Breiðafjarðar. Fredag 12. august 14:00-18:00 Loppemarked í sal Tónlistarskólans. 19:00 Hverfagrill. Bæjarbúar eru hvattir til að halda hverfagrill og skemmta sér saman. 22:00 Sjávarpakkhúsið. Happy Hour á dönskum öl og kranakokteil með dönsku ívafi frá kl. 22:00-00:00. Trúbadorinn Hilmar Tryggvi mætir kl. 23:00 og heldur uppi fjörinu. Lørdag 13. august 9:00 Fánar dregnir að hún. 9:00-9:45 Jóga fyrir alla. Ragnheiður Óladóttir jógakennari leiðir léttar jógaæfingar fyrir alla fjölskylduna í Kvennfélagsgarðinum. 11:00-12:00 Dorgveiðikeppni. Krakkar á öllum aldri eru velkomnir niður á bryggju við Ískofann með sína eigin veiðistöng eða góða spýtu/trjágrein og geta búið til veiðistöng, en girni og önglar verða á staðnum. Keppt verður um stærsta fiskinn og ljótasta fiskinn. Verðlaun eru í boði Ískofans og Danmarks Ambassade i Island. Börn eru á ábyrgð forráðamanna og geta þátttakendur fengið lánuð björgunarvesti á meðan birgðir endast. 11:00-18:00 Norska Húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Frítt verður inn á safnið og ratleikur í boði fyrir alla. 12:30 Stubbahlaup fyrir káta krakka 8 ára og yngri. Byrjað verður á hressandi upphitun á hátíðarsvæði áður en hlaupið hefst frá Lionshúsinu. Að loknu hlaupi fá hlaupagarparnir hressingu í boði Ölgerðarinnar. 12:00 Markaðstjald opnar. 13:00-16:00 Ilmandi kaffi, kakó og með því á bensínstöð Atlantsolíu. 13:00-15:30 Fjölskyldudagskrá á hátíðarsvæði. Fram koma: Brúðubíllinn, Heimir Klemenzson, Heiðar Örn/Blái og Haraldur Freyr/Rauði úr Pollapönk, Marín og danshópurinn hennar og Lionsuppboð. Veitt verða verðlaun fyrir dorgveiðikeppnina. 15:30 Snæfellsnes-Haukar, 4. flokkur kvenna keppir í Íslandsmeistaramóti í knattspyrnu á fótboltavellinum. 15:45 Orku-bolti Danskra Daga. Krökkum á aldrinum 7-14 ára bíðst að skjóta bolta á mark, en búið verður að strengja dúk á markið með þremur götum. Allir fá tvö tækifæri til að skjóta á markið og fá þau sem hitta í götin glaðning. Staðsetning er við Grunnskólan Stykkishólms. 16:00 Froðurennibraut niður hótel-brekkuna í boði Fosshótel Stykkishólms. Fólki er bent á að sápan getur verið ertandi og því eru börn á ábyrgð forráðamanna og fullorðnir á eigin ábyrgð. 17:00 Orkumesta fyrirtækið í Hólminum. Keppt verður um Orkumesta fyrirtækið í Hólminum í Loftbolta í boði Orkunnar. Keppnin fer fram á fótboltavellinum. Verðlaun eru í boði Orkunnar, Nesbrauð og Danmarks Ambassade i Island. 21:00-23:30 Kvöldvaka á hátíðarsvæði. - Hljómsveitin BadNews - Alda Dís - Keppni í danskasta hreimnum - Brekkusöngur með Matta, Jóni Sindra og Hafþóri. - Páll Óskar - Flugeldasýning á hafnasvæði 23:00 Sjávarpakkhúsið: Dúettinn DúBilló 00:30-04:00 Stórdansleikur með Páli Óskari í íþróttahúsinu fyrir 18 ára og eldri. ATHUGIÐ Ef að breytingar verða á dagskránni þá verður hún uppfærð á heimsíðu Danskra Daga - danskirdagar.stykkirholmur.is og facebook síðunni -facebook.com/danskirdagar. Berum virðingu fyrir náunganum, göngum vel um og skemmtum okkur saman.

´Stykkishólmskort með merktum inn á hátíðarsvæðin

Opnunartímar þjónustuaðila

 

STYRKTARAÐILAR DANSKRA DAGA 2016

Lítið Arionbanki logo     Logo Atlantsolíu og hlekkur á heimasíðu     Logo Ásklif           Logo B.Sturluson og hlekkur á heimasíðu     Logo BB og Sona og hlekkur á heimasíðu     Logo Bókaverzlun Breiðafjarðar og heimasíða     Logo Bónus og hlekkur á heimasíðu          Logo Curvy.is og hlekkur á heimasíðu      Logo Byko og hlekkur á heimasíðu          Logo Dekk og smur og hlekkur á heimasíðu     Logo Eflingar Stykkishólmi     Logo Eimskipa og hlekkur á heimasíðu     Logo Fiskmarkaðs Íslands og hlekkur á heimasíðu     Logo Hótel Stykkishólms og hlekkur á heimasíðu     Logo Icewear og hlekkur á heimasíðu    Logo Íslenska gámafélagsins og hlekkur á heimasíðu     Logo Kjörís       Logo KPMG og hlekkur á heimasíðu     Logo Landflutninga og hlekkur á heimasíðu      Logo Lyfju    Logo Mjólkursamsölunnar og hlekkur á heimasíðu      Logo Narfeyrasrstofu     Logo Norska hússins og hlekkur á heimasíðu     Logo Olís og hlekkur á heimasíðu     Logo Orkunnar og hlekkur á heimasíðu     Logo Póstsins og hlekkur á heimasíðu     Logo Rariks og hlekkur á heimasíðuLogo Símans og hlekkur á heimasíðu     Logo Sjávarpakkhússins og hlekkur á heimasíðu     Logo Skipavíkur og hlekkur á heimasíðu     Logo Stykkishólms og hlekkur á heimasíðuna     Logo Sæferða og hlekkur á heimasíðu     Logo TM og hlekkur á heimasíðu     Logo Verkalýðsfélag Snæfellinga og hlekkur á heimasíðu     Þórsnes

365 – Anok – Beitir sf. – Bjössi málari – Bókhaldsstofan Stykkishólmi ehf. – Danska sendiráðið – Fransiskus – Gallerí Lundi – Gísli Gunnarsson ehf. – H.Tholl ehf. – Harbour Hostel – Hárstofan Stykkishólmi – Heillaspor – Heimagisting Ölmu – Heimahornið – Hólmur-inn – Hótel Egilsen – Ískófinn – Íslenskur Æðardúnn – Meistarinn Stykkishólmi – Narfeyri ehf. –  Nesbrauð – Sjóvá ehf. – Stefán Björgvinsson – Verkís – Vélaverkstæðið Hillari – Þ.B. Borg – Þórishólmi – Ölgerðin